Vinna og virkni

Eins og áður hefur komið fram hefur vinna, hæfing og dagþjónusta hjá Ási styrktarfélagi gengið í gegnum mikla endurskipulagningu á síðustu misserum og kallast nú Vinna og virkni í daglegu tali. Fólk getur nú valið um 17 virknitilboð og tvennskonar vinnu og má lesa nánar um það hér á heimasíðunni.  

 

Umsóknir um vinnu og virkni fór í fyrsta sinn fram rafrænt í gegnum heimasíðu félagsins nú í vor og sumar.  Flestir völdu heima hjá sér og nutu til þess aðstoðar ættingja eða starfsmanna, aðrir óskuðu eftir aðstoð á vinnustað við valið. Gefinn var kostur á að velja allt að fimm atriði og fengu allir einhverju úthlutað, svo fremi sem  það fari fram á vinnutíma þeirra. Gaman er að geta þess að 95 manns sendu inn umsóknir fyrir haustúthlutunina.

 Mánudaginn 16. september hófst vinna og virkni félagsins samkvæmt vali haustsins.  Nokkrir hnökrar hafa komið fram eins og við mátti búast en allir gera sitt besta til að slétta úr þeim. Almenn ánægja virðist ríkja meðal þeirra sem nýta sér tilbreytinguna sem felst í valinu.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.