Aðalfundur Áss styrktarfélags

Félagið heldur aðalfund sinn í safnaðarheimili Digraneskirkju í Kópavogi,  miðvikudaginn 20. mars kl. 20:00.

Venjuleg aðalfundarstörf

Kaffiveitingar

Að loknum aðalfundi mun Halldór Gunnarsson, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu flytja erindið „Réttindagæslan og ráðstafanir til að daga úr nauðung við fatlað fólk“.

Félagar og annað áhugafólk fjölmennið.

Stjórnin. 

aðalfundur 200313 mynd 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira []

Útgáfa ljóðabókar

Auðunn ljóðabók 0313

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Auðunn Gestsson varð 75 ára þann 27. febrúar síðastliðinn. Í tilefni dagsins gaf hann út sína fyrstu ljóðabók, Ljóðin mín.

Lesa meira []

Fagdagur þroskaþjálfa

fagd þroskaþj 260213

 

 

 

 

 

 

 

 

Kynning á lögum um nauðung og þvingum og aðgerðum til að draga úr beitingu nauðungar í þjónustu við fatlaða

Lesa meira []

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Jörfa

Gunnar Kvaran, Pétur Sveinsson, Baldur Árnason og Haraldur Finnsson frá Kiwanisklúbbnum Jörfa, komu færandi hendi og gáfu okkur í Lækjarási Ipad spjaldtölvu. Þeir fræddust í leiðinni um starfsemi Áss styrktarfélags og skoðuðu Lækjarás.

 Kiwanis mynd Lækjarás 0213

 

Á myndinni eru Pétur Sveinsson, Gunnar Kvaran, Guðbjörg forstöðumaður og Ragnar Már sem tók við tölvunni fyrir hönd notenda.

Lesa meira []

Fréttir frá Lyngási

Lyngás 0213

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndina sérðu skjalið í prentvænu formi


 

Lesa meira []

Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur

Blúskvöld Blúsfélags Reykvíkur verður mánudaginn 4. feb. á Kaffi Rosenbergs. Samfélagslega ábyrgt kvöld, við söfnum fyrir hljóðfærum handa einhverfum. Ás styrktarfélag sér m.a. um þjónustu fyrir einhverfa. Við þekkjum öll einhvern sem glímir við einhverfu og viljum leggja málefninu lið.

 

Blússveit Jonna Ólafs,Samsara, Skúli Mennski og co, Halldór Bragason,Björgvin Ploder, Gaukur og Siggi Sig með munnhörpudúett, Dirty Deal Blues band, Brimlar,Lame Dudes og fl.

  Mætum öll !

Lesa meira []

Happdrætti Áss styrktarfélags 2012

Vinningsnúmer

Dregið hefur verið í happdrætti Áss styrktarfélags. 1. vinningur - Chevrolet Cruze LTZ 5 dyra kr. 3.695.000.

  • Miði nr. 5096
2. - 8. vinningar - Heimilistækjavinningar frá Bræðrunum Ormson, kr. 200.000,- hver:. Miðar nr:
  • 1451
  • 7415
  • 9290
  • 9914
  • 12614
  • 15911
  • 19757

Félagið óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar veittan stuðning

 

Lesa meira []

Vilt þú gerast persónulegur talsmaður fatlaðs einstaklings ?

Einstaklingur, sem vegna fötlunar á erfitt með að gæta hagsmuna sinna, á rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar skv. 7. grein laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk frá 2011. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að gerast persónulegur talsmaður er að sækja fræðslu um innihald og áherslur í starfinu. Um sjálfboðið starf er að ræða en tilfallandi kostnaður er greiddur. 

                                              

Námskeið fyrir áhugasama

 

Þeir sem hafa áhuga á að gerast persónulegir talsmenn eru beðnir um að hafa samband við réttindagæslumann fatlaðs fólks á sínu svæði fyrir 8. janúar nk. og munu í framhaldinu fá upplýsingar um námskeið vegna fyrrgreindrar fræðslu. Réttindagæslumaður mun veita frekari upplýsingar um hlutverk persónulegs talsmanns sé þess óskað, en nálgast má lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk sem og reglugerð um persónulega talsmenn á www.vel.is. 

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.