Skóflustunga á Klukkuvöllum

Mynd skófla Haf feb 2014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skólfustunga að íbúðarkjarna fyrir fólk með fötlun á Klukkuvöllum 23-27 var tekin þann 3. feb. Þar koma til með að búa sex einstaklingar, hver í sinni íbúð. Ás styrktarfélag sér um byggingu og rekstur íbúðanna samkvæmt samningi við Hafnafjarðarbæ. Kjarninn að Klukkuvöllum er einn þriggja sem áætlað er að byggja á næstu árum í samstarfi við Hafnafjarðarbæ. Ritað var undir viljayfirlýsingu milli aðila í maí 2013 þessa efnis. Við fögnum þessum áfanga og góðri samvinnu við Hafnafjarðarbæ. 

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.