Í sumar býður Ás styrktarfélag upp á orlofsvikur á Suðurlandi. Að þessu sinni höfum við aðstöðu í Bergheimum, orlofshúsi líknarfélagsins Bergmáls sem er á landi Sólheima í Grímsnesi. Innandyra er aðstaðan frábær. Stór sameiginleg stofa og borðstofa býður upp á óendalega möguleika til skemmtunar og afþreyingar. Í öllum herbergjum er sjónvarp, sér wc og sturta.
Dagskrá sumardvalarinnar verður fjölbreytt að vanda. Lögð er áhersla á að virkja frumkvæði þátttakenda mæta óskum þeirra og áhuga.
Staðsetningin býður upp á óteljandi möguleika til lengri og styttri dagsferða. Nánasta umhverfi er tilvalið til útiveru og heimsókna á skemmtilega staði.
Boðið verður upp á vikudvalir.
1. vika Orlofsvika full af skemmtun og tilbreytingu.
7.-14. júlí Bíltúrar, sundferð, kaffihús, lautarferð, bíókvöld, Óvissuferð!!!
2. vika Orlofsvika full af skemmtun og tilbreytingu.
22.-29.júlí Bíltúrar, sundferð, kaffihús, dekur,bíókvöld, Óvissuferð!!
Umsóknarfrestur er til 1. apríl og verður umsóknum svarað í byrjun apríl.
Þátttökugjald er kr. 115.000 pr. vika. Innifalið: ferðir, gisting og fæði.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á hér >>
Nánari upplýsingar veitir Þóra Tómasdóttir í síma 699-1138 netfang thoratomasd@gmail.com
Lesa meira []