Fréttir - Grófin

Grófin vika 21  mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndirnar sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Fréttir úr Grófinni

Grófin vika 20 mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Með því að smella á myndirnar sjáið þið pistilinn í prentvænu formi


Lesa meira []

Val um vinnu og virkni veturinn 2014 – 2015

Nú er komið að vali fyrir vinnu og virkni fyrir næsta vetur.  Að þessu sinni velur fólk sér hvað það vill gera frá hausti 2014 og fram að sumri 2015.

Valið fer nú fram rafrænt á heimasíðu félagsins í þriðja sinn. Einhver breyting hefur átt sér stað á því sem er í boði. Sum  tilboð verða í fríi þennan vetur og önnur ný koma inn. Áfram verður hægt að velja allt að fimm vinnu og virknitilboð.

Munið að skoða vel hvort tímasetningar tilboða passi við vinnutíma og aðra dagskrá þess sem sækir um. Hægt verður að velja til 20 . júní. Leiðbeinendur í vinnu og virkni eru fúsir til að aðstoða við valið ef óskað er.

Hver og einn er hvattur til að kynna sér efnið á heimasíðu Áss styrktarfélags undir vinna og virkni. Þar eru í vinstra horni tenglar á Launaða vinnu, virknihópa og staðbundið val/heimastöð.

Hafið endilega samband við vinnustað viðkomandi ef eitthvað þarfnast nánari skýringa.

Smiðjan  kertin  

Lesa meira []

Félagsfundur Áss styrktarfélags

Staður: Bjarkarás Stjörnugróf  9

  

Fundartími: Miðvikudagur 7. maí 2014 kl. 20.00 – 22.00

  

Dagskrá fundarins: 

  1. Kynningar og sýnileiki félagsins
  2. Fjáröflunarmál
  3. Félagaöflun
  4. Önnur mál

Á fundi stjórnar félagsins þann 18. mars var ákveðið að boða til sérstaks félagsfundar í byrjun maí til að ræða þau mál sem liggja fyrir fundinum.  Uppseting fundarins verður með þeim hætti að eftir stutta innleiðingu verður unnið í 3 hópum með hugflæði og miðlunaraðferð.  

 

Með von um að þið sjáið ykkur fært að mæta og taka þátt í að finna nýjar leiðir til vaxtar fyrir félagið í þessum mikilvægu málefnum sem hér um ræðir. 

 

 F.h. formanns.Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri. 

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.