Gjöf frá meistaraflokki Stjörnunar í fótbolta

Gjöf frá meistaraflokki Stjörnunar í fótbolta

Þann 28. desember fengum við heimsókn frá þessum frábæru fótboltamönnum í Stjörnunni sem gáfu okkur Bose SoundTouch 30 III hátalara. Hann á eftir að nýtast öllum vel í leik og starfi og þökkum við Stjörnumönnum kærlega fyrir gjöfina.

Lesa meira []

Gleðileg jól !

Gleðileg jól !

Hamingjan gefi þér 
gleðileg jól, 
gleðji og vermi þig 
miðsvetrarsól, 
brosi þér himinn 
heiður og blár 
og hlýlegt þér verði 
hið komandi ár. 

 

Höf.G. Jóh. 

Lesa meira []

Kynning á Alþjóðadegi fatlaðra

Kynning á Alþjóðadegi fatlaðra

Í gær tóku Þór Ólafsson og Halldóra Þ. Jónsdóttir starfsmenn Áss vinnustofu þátt í alþjóðadegi fatlaðra. Þau fluttu erindi á Grand Hótel um nýja húsið okkar í Ögurhvarfi en áætlað er að vinnustofan flytji þangað fyrir lok árs 2016.

Lesa meira []

Gjöf til Lyngáss

Gjöf til Lyngáss

Í féttabréfinu má lesa um veglega gjöf frá Oddfellowstúku Ara Fróða til Lyngáss og skoða myndir frá súpuboði sunnudaginn 29.nóvember.

Lesa meira []

Ráðstefna í Vilnius

Ráðstefna í Vilnius

Dagana 19. – 21. október hélt Ás styrktarfélag ráðstefnu í Vilnius í samstarfi við Vilniaus Viltis í Litháen. Samtökin í Litháen sáu um ytri umgjörð ráðstefnunnar og Ás styrktarfélag um innihaldið.

Lesa meira []

Meira bleikt

Meira bleikt

Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur á föstudag á öllum vinnustöðum félagsins. 

Lesa meira []

Stjörnugróf

Stjörnugróf

Sjaldan er lognmolla í Stjörnugrófinni eins og sjá má á fréttapistli síðustu viku.

Lesa meira []

Pjattrófur

Pjattrófur

Á Lyngási hefur verið stofnaður stelpuklúbbur sem fékk nafnbótina Pjattrófur. Markmiðið með stelpuklúbbinum er að rækta sína innri skvísu og njóta samvista með öðrum stelpum. 

Lesa meira []

Vikan í Stjörnugróf

Vikan í Stjörnugróf

Fréttapistill vikunnar frá Stjörnugróf er með bleiku ívafi þar sem októbermánuður er nú hafinn.

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.

Lesa meira []

Sænskir gestir

Sænskir gestir

Í síðustu viku kom tíu manna hópur frá Helsingborg að kynna sér starfsemi Áss styrktarfélags.

Lesa meira []

Sumarmarkaður

Sumarmarkaður

Fimmtudaginn 3. september kl.13.30-16.30 verður sumarmarkaður og uppskeruhátíð við gróðurhúsið í Bjarkarási Stjörnugróf 9. 

 

 

Lífrækt ræktað grænmeti, handverk og  kaffihúsastemning í Lækjarási. Sjáum vonandi sem flesta.

Lesa meira []

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþon

Nú fer að nálgast hið árlega Reykjavíkurmaraþon sem fer fram þann 22. ágúst. Við viljum vekja athygli á starfsemi Áss styktarfélags og hvetja fólk til að taka þátt í maraþoninu og safna áheitum fyrir félagið.

Til að skrá sig þarf að fara inn á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins http://www.marathon.is/reykjavikurmaraton og http://marathon.is/skraning


Þeir sem ekki taka þátt í hlaupinu geta heitið á þá hlaupara sem hlaupa fyrir félagið. www.hlaupastyrkur.is

Lesa meira []

Formaður maraþonnefndar, Sigfús Svanbergsson

Formaður maraþonnefndar, Sigfús Svanbergsson

Ég er að fara að hlaupa 10 km í maraþoninu, fyrir Ás styrktarfélag. Ég fæ aðstoð frá félaginu og bý á sambýlinu í Langagerði 122. Mér myndi þykja það frábært ef þú/þið gætuð heitið á mig og hjálpað mér að safna fyrir félagið. Munið að hver króna skiptir máli og margt lítið getur gert stórt.  www.hlaupastyrkur.is  með þökk fyrirfram.

Lesa meira []

Verslunarleiðangur

Verslunarleiðangur

Miðvikudaginn 22. Júlí fór D-stofan í IKEA leiðangur til að leita að vörum fyrir Lyngás. Fyrr í sumar fór sami hópur í Kringluna að kaupa föndurvörur.

Lesa meira []

Ás vinnustofa

Ás vinnustofa

Vinnufélagar úr Ási tóku sér smá hlé og fóru í kubbakóngaspilið sem hefur notið mikilla vinsælda í Ási í sumar.  Mikið fjör eins og sjá má á myndunum.

 

Lesa meira []

Heilsubótarganga

Heilsubótarganga

Það er búið að vera nóg að gera í Ási vinnustofu undanfarið, en við höfum samt gefið okkur tíma til þess að fá okkur heilsubótargöngu á milli vinnutarnanna. Hér koma nokkrar myndir úr gönguferðum síðustu mánaða

 

Lesa meira []

Fréttir frá Bjarkarási

Fréttir frá Bjarkarási

Starfsfólk Bjarkaráss er á leið í sumarfrí og þar er lokað frá 6.-31.júlí.

Nóg hefur verið að gera í vinnuverkefnum en samt tími til að grilla og halda Greifaball. Fólk að komast í sumarstuð eins og sjá má á myndunum.

Lesa meira []

Sumarlokanir

Sumarlokanir

Skrifstofan lokar frá 6.-24. júlí

 

Lyngás lokar frá 6.-10. júlí

 

Bjarkarás lokar frá 6.-31. júlí

 

Lækjarás lokar frá 13.-31. júlí

 

Lesa meira []

Samtök Almannaheilla

Samtök Almannaheilla

Fulltrúar frá Ási styrktarfélagi deildu kynningarbási með öðrum félögum í Norræna Húsinu dagana 11.-13. júní eins og sjá má á myndunum.

Lesa meira []

Veiðiferð í Stjörnugróf

Veiðiferð í Stjörnugróf

Orkuveita Reykjavíkur og Stangaveiðifélag Reykjavíkur bauð okkur í silungsveiði í Elliðaánum fyrir hádegi föstudaginn 5. júní. Fóru um 12 manns úr Grófinni og fylgdarmenn. Við fengum 6 fiska.

 

Lesa meira []

"Viljinn í verki"

"Viljinn í verki"

 

Á aðalfundi félagsins  23. mars var í fyrsta skiptið veitt viðurkenningin „Viljinn í verki“ fyrir gott samstarf og skref til atvinnuþátttöku fatlaðra utan veggja félagsins. Viðurkenninguna fengu Kirkjugarðar Reykjavíkur.

Lesa meira []

Viðurkenning

Viðurkenning

Úlfar Bjarki Hjaltason tók á móti verðlaunum fyrir góða mætingu í Keilu í Egilshöll í gær.

Lesa meira []

Upplifunarganga í Grasagarði Reykjavíkur

Upplifunarganga í Grasagarði Reykjavíkur

Gangan er liður  í dagskrá Listar án Landamæra. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Áss styrktarfélags, Grasagarðs Reykjavíkur, Lindu Mjallar Stefánsdóttur leikmyndahöfundar og Jónínu Bjargar Yngvadóttur yogakennara og heilara. 

Lesa meira []

Fréttir frá Seli

Fréttir frá Seli

 Fjölbreyttur mars í Selinu. Kókoskúlugerð, mottumars, hundurinn Salka í heimsókn, tónlistarstund og fleira sem sjá má á myndunum. 

 

Lesa meira []

Daglegt starf í Stjörnugróf

Daglegt starf í Stjörnugróf

Það er komið víða við í þessum pistli, kíkt á vinnustund vegna skynjunargöngu, tvo kvikmyndagerðarmenn sem eru að búa til kynningarmyndband fyrir vinnu og virkni. Jógatíma og einnig var litið yfir daglegt starf í Bjarkarási.

 

Lesa meira []

Heimsókn í Toyota

Heimsókn í Toyota

Skuggabaldur, virknihópur karla skellti sér í heimsókn í Toyotafyrirtækið. Vel var tekið á móti hópnum og þeim sýnd öll aðstaða og tæki. Eins og sjá má á myndunum skemmtu menn sér afar vel. 

 

Lesa meira []

Aðalfundur Áss styrktarfélags

Aðalfundur Áss styrktarfélags

Ás styrktarfélag heldur aðalfund sinn í safnaðarheimili Digraneskirkju í Kópavogi,  mánudaginn 23. mars kl. 20:00.

Að loknum aðalfundi verður kynning á  tengslum og samstarfi við aðila utan félagsins.…

Lesa meira []

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.