Skip to main content
search
0

Aðalfundur 2024

25.03.2023

Miðvikudaginn 20.mars var aðalfundur félagsins haldinn.

Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.

Tillaga um breytingar á samþykktum (áður lög félagsins) bárust mánuði fyrir aðalfund og voru minniháttar, snéru að áritun firma félagsins og félagsgjöldum.   Eftir breytingar á síðasta ári er félagið nú almannaheillafélag sem er skilgreint þannig að það sé starfrækt í þeim tilgangi að efla afmarkað málefni til almannaheilla samkvæmt samþykktum sínum. Félagið er skráð á almannaheillaskrá og þeir sem gefa gjafir/styrki til félagsins fá sjálfkrafa upplýsingar á skattframtalið um frádrátt.

Það urðu ekki mannabreytingar á fólki í stjórn og varastjórn en örlitlar breytingar á embættum, Þórður Höskuldsson er enn formaður stjórnar. Upplýsingar um stjórnarfólk og hlutverk má sjá hér.

Viðurkenningin Viljinn í verki var veitt til Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra og Landspítalans (sem Árný Ósk Árnadóttir móttók) fyrir stuðning við verkefnið Project SEARCH. Starfsnemarnir Sigrún Kjartansdóttir og Pétur Mikael Helgason kynntu verkefnið og veittu innsýn í störf og reynslu af þátttöku sinni í því.

Guðlaugu Höllu Birgisdóttur var veitt viðurkenning fyrir 25 ára starfsaldur hjá félaginu.

Þrír félagsmenn voru gerðir að heiðursfélögum, það voru Guðrún Þórðardóttir fyrrverandi formaður stjórnar, Halldór Steingrímsson fyrrum stjónarmaður og Guðrún Jensdóttir félagsmaður og velvildarfólk félagsins í gegnum tíðina.

Fundurinn tók ákvörðun um að félagsgjöld myndu áfram verða 4000 krónur,  innheimta félagsgjalda verður send í netbanka félagsmanna fljótlega.

Eldri fréttir frá félaginu