Hönnunarmars: Dimmalimm

Fréttamynd - 2018 03 06 Isak Halldora
Á viðburðinum verður sýndur afrakstur samstarfs Ísaks Óla Sævarssonar og Halldóru Sigríðar Bjarnadóttur sem eru starfsmenn Áss vinnustofu. Bæði eiga það sameiginlegt að hafa sýnt á listahátíð listar án landamæra. Erla Dís Arnardóttir textílhönnuður er listrænn stjórnandi sýningarinnar. 
Á sýningunni verða annarsvegar sýnd málverk eftir Ísak Óla sem innblásin eru af sögunni Dimmalimm eftir Mugg. Hinsvegar sýnum við peysur sem eru hannaðar og prjónaðar af Halldóru Sigríði úr íslenskum lopa.
Opnunartími: 
Föstudagur 16/3 18:00 - 20:30
Laugardagur 17/3 12:00 - 17:00
Sunnudagur 18/3 12:00 - 17:00

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.