Í dag er alþjóðadagur fatlaðra

Fréttamynd - 31218 Auglysing

Í dag er alþjóðadagur fatlaðra og er honum fagnað út um allan heim.

 

Eins og oft áður höldum við daginn hátíðlegan með Þroskahjálp og Átaki, félagi fólks með þroskahömlun. Sameiginleg dagskrá verður haldin í Ögurhvarfi milli tvö og hálf fimm (14-16.30).

 

Í tilefni dagsins ætlar Þroskahjálp að veita Múrbrjótinn sem er hvatningaverðlaun veitt einstaklingi, félagi eða verkefni sem að mati samtakanna hefur brotið niður múra í réttindamálum fatlaðs fólks.

 

Átak ætlar einnig að nýta daginn til að afhenda Frikkann sem er viðurkenning veitt einstaklingi eða hópi sem hefur stuðlað að samfélagi án aðgreiningar.

 

Ás styrktarfélag heldur upp á daginn með lokaviðburði vegna 60 ára afmælisárs félagsins fyrir starfsfólk og félagsmenn.

 

Öryrkjabandalag Íslands ætlar að loka deginum með athöfn á Grand hótel milli 17-19. Þá verða afhent hvatningarverðlaun handa þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla með áherslu á þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.

 31218 Auglysing

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.