Hátíð í tilefni Alþjóðadags fatlaðs fólks

Fréttamynd - IMG 9059

Mánudaginn 3.desember var haldið uppá alþjóðadag fatlaðra í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp og Átak félag fólks með þroskahömlun.

 

Hátíðarhöldin voru skemmtileg, yfir 200 gestir heimsóttu okkur og fögnuðu í tilefni dagsins.

 

Þroskahjálp veitti Múrbrjótinn til tveggja aðila. Ruth Jörgensdóttir Rauterber og Þorpið, frístundamiðstöð í Akranesi, vegna framlags í þágu margbreytileikans og jafnra tækifæra. Geitungarnir, vinnu- og virknitilboð í Hafnarfirði, vegna framlags í þágu aukinna tækifæra til fatlaðs fólks á vinnumarkaði.

 

Átak fagnaði 25 ára afmæli og óskum við þeim hjartanlega til hamingju. Átak veitti Frikkann til tveggja aðila. Kristjáni Sigmundssyni sem er stofnfélagi Átaks og hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og Maríu Hreiðarsdóttur sem var lengi formaður stjórnar og hefur farið mikinn í réttindabaráttu fyrir félagsmenn.

 

Ás styrktarfélag heiðraði tvo starfsmenn sem áttu 25 ára starfsafmæli, þeim Halldóru Þ. Jónsdóttur og Þórhildi Garðarsdóttur. Jóni Torfa Jónasson var gerður að heiðursfélaga og sæmdur gullmerki félagsins fyrir ötult starf í þágu Áss styrktarfélags en hann hefur meðal annars setið í stjórn í fjölda ára. Hátíðin var lokafagnaður í tilefni 60 ára afmælis félagsins.

 

Veislunni lauk með leikriti sem fjallaði um sögu félagsins frá Afmælisleikhóp Áss, kökuboði og ljúfum tónum frá Eyjólfi Kristjánssyni.

 

IMG 9054

IMG 9070IMG 9056MurbrjoturinnFrikkinnFrikkinn 1Halla Og ThorhildurIMG 9071IMG 9086IMG 9087 (2)

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.