Þorrablót í Ási vinnustofu

Fréttamynd - IMG 0314

Í dag var ilmur (eða óþefur eftir því hvern þú spyrð) í Ási vinnustofu en um hádegisbil var boðið uppá hefðbundinn þorramat fyrir þá sem vildu. 

 

Boðið var uppá hákarl, súrmeti, rófustöppu, kartöflumús og hangikjöt sem kætti marga. 

 

Margir mættu þjóðlega klæddir til að auka við stemninguna og hér eru nokkrar myndir af starfsmönnum.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.