Haustmarkaður Áss styrktarfélags

Fréttamynd - Haustmarkadur 2019

Um leið og við sjáum fyrstu merkin um komandi haust í veðrinu bjóðum við alla velkomna á haustmarkað Áss sem verður haldinn fimmtudaginn 29.ágúst á milli 13.30-16.30 í gróðurhúsinu neðan við Bjarkarás í Stjörnugróf 9.

 

Á markaðnum verður til sölu grænmeti, matjurtir og handverk framleitt hjá félaginu.

 

Hér má sjá myndir af hluta uppskerunnar, allt lífrænt ræktað og ljúfengt eftir því.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.