Smíkó - viðbygging í Ögurhvarfi 6.

Fréttamynd - 20190125 140705

Ákveðið var sumarið 2017 að fá leyfi fyrir 180 fermetra viðbyggingu við bakhlið Ögurhvarfs. Eftir langa vegferð í deiliskipulagsbreytingu og að fá samþykktar teikningar var hafist handa við grunn á haustmánuðum 2018. Vegna góðrar tíðar var lokið við uppsteypu í febrúar 2019. Áætlað er að SMÍKÓ geti flutt úr bráðarbirgðaaðstöðu nú í september 2019 yfir í nýsmíðað og sérhannað hús.

 

Með þessari viðbót verður húsið í Ögurhvarfi rétt um 3000 fermetrar. Ekki er á áætlun að byggja meira fyrir Vinnu og virknitilboð félagsins í náinni framtíð.

 

Smíkó er smíðaverkstæði fyrir einhverfa einstaklinga sem hefur verið starfandi frá árinu 2010. Smíkó hét áður Shækó (Smíðar og hæfingar Kópavogs) og var stofnuð 2010 en árið 2012 urðu áherslurnar meira tengdar smíðaverkefnum og nafninu breytt í kjölfarið í Smíkó. Starfsemin var fyrst í Hæfingarstöðunni Fannborg en frá hausti 2017 í Ögurhvarfi 6.  Helstu verkefni Smíkó eru að smíða leikföng á borð við bíla, lestar og kubba. Í Smíkó er einnig unnið við hin ýmsu æfingaverkefni. 

 

Meðfylgjandi eru myndir af starfsfólki Smíkó að störfum og mynd af nýrri viðbyggingu. Eins og sjá má á myndum frá viðbyggingunni er búið að stena að utan í samræmi við annað útlit hússins og vel gengur að klára milliloft sem m. a. er hugsað fyrir geymslu og skrifstofuaðstöðu.

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.