Vorferð starfsmanna í Ási vinnustofu

Fréttamynd - 20220504 134649

Í stað hefðbundins vorferðarlags starfsmanna á svæði 3 í Ási vinnustofu var ákveðið að fara í keilu og pizzaveislu í Keiluhöllinni í Egilshöll í maí. Nokkrir starfsmenn áttu hugmyndina og þegar hún var kynnt skapaðist strax mikil spenna fyrir ferðinni. 

 

Eins og sést á meðfylgjandi myndum þá var þetta velheppnuð ferð. Allir nutu matarins og gleðin skein af öllum í keilunni sjálfri. Starfsfólkið var mjög ánægt með hvernig til tókst og eru mjög ánægð með hversu góða og lipra þjónustu þau fengu hjá Keiluhöllinni og Shake&pizza. 

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.