Um Ás styrktarfélag

 

Ás styrktarfélag er sjálfseignarstofnun og hefur í gegnum árin komið á fót umfangsmiklum rekstri. Þá hefur félagið notið velvilja og hafa einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki átt drjúgan þátt í að styðja félagið til vaxtar. Í dag veitir Ás styrktarfélag hátt á þriðja hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu, vinnu og virkni. Starfsmenn félagsins eru um 350 í ríflega 170 stöðugildum.

 

Myndin Sjáumst! sem sýnd var á RÚV 21. mars 2018 og fjallar um starfsemi félagsins í 60 ár. Athugið að hægt er að velja textun á íslensku eða ensku með því að smella á CC neðst á myndfletinum.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.