Skip to main content
search
0

FREEDOM CHOICE Nordplus Logo

Ás styrktarfélag tók þátt í samstarfsverkefni sem nefndist Freedom of my choice, eða Frelsi til að velja. Verkefnið hófst í júní 2019 og lauk í árslok 2021. Var það fjármagnað með styrkjum frá Nord+ sem er á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Samstarfsaðilar voru Jaunuoliu Dienos Centras í Litháen, Foundation Maarja Village í Eistlandi, Jelgava Local Municipality í Lettlandi og Sensus/Medis 5 í Svíþjóð.

Hvert þátttökuland skipaði 6 manna hóp. Í hópunum voru 4 úr hópi fatlaðs fólks og 2 aðstoðarmenn. Markmiðið var að hver þátttakandi úr hópi þeirra fyrrnefndu veldi sér eitt réttindamál til nánari umfjöllunar og kynningar. Hver og einn gerði myndband um efnið og kynnti fyrir fulltrúum hinna hópanna. Í lok verkefnis höfðu þátttakendur öðlast þekkingu og færni til að kynna efnið sitt og voru hvattir til að koma því á framfæri sem víðast.

Vegna heimsfaraldurs þurfti að breyta framkvæmdinni töluvert. Skipulagsfundur var haldinn í Litháen við upphaf verkefnisins. Áætlun gerði svo ráð fyrir ráðstefnum í Lettlandi, Svíþjóð, Íslandi og Eistlandi. Þátttakendum gafst bara færi á að ferðast til Lettlands en allar ráðstefnur eftir það voru haldnar rafrænt. Í október 2021 nýttu Lettarnir sér þó smá hlé sem varð á faraldrinum og komu í 4 daga heimsókn til Íslands. Það urðu fagnaðarfundir og allir þátttakendur ánægðir að kynnast hver öðrum betur. Gestunum var kynnt starfsemi félagsins og miðluðu þeir einnig af sinni reynslu og þekkingu. Auk þess nutu þeir þess að vera túristar á Íslandi.

Freedom of my Choice

As styrktarfelag participated in a two-year partnership with Jaunuoliu Dienos Centras in Lithuania, Jelgava Local Municipality in Latvia, Foundation Maarja Village in Estonia and Sensus/Medis 5 in Sweden. The project was called “Freedom of my choice” and was ongoing from June 2019 til the end of 2021. The idea originated from people with disabilities in Lithuania and was funded by Nord+, which is a part of the Nordic council of ministers.

The project’s focus was on human rights issues. Each country formed a team of six people, four of them with disabilities. Each participant picked a human rights issue of his choice and the team worked together on innovative videos to present their specific issues in an easy to read and easy to understand format.

The pandemic changed the project´s plans in some ways. After the kick-off meeting in Lithuania the participants were ment to travel for meetings in Latvia, Sweden, Iceland and Estonia. They only managed to attend the meeting in Latvia, after that all meetings were held online. In October 2021 the pandemic losened it´s grip for a while and the Latvians seized the opportunity to visit Iceland for a few days.  Both teams shared their experience and knowledge and the guests also enjoyed being tourists in Iceland. The two teams were pleased to get to know each other better and strengthen their connections.