Ás vinnustofa

Vinna og virkni í Ögurhvarfi 6

 

Í Ási vinnustofu er lögð áhersla á að skapa fötluðu fólki með skerta starfsgetu vinnuaðstöðu sem sniðin er að þörfum þess og getu. Áhersla er lögð á að efla sjálfsöryggi einstaklingsins og starfshæfni með það að markmiði að starfa á almennum vinnumarkaði. Í Ási vinnustofu er starfrækt saumastofa þar sem framleiddar eru ýmsar gerðir heimilisklúta, ásamt hárklæðum, handklæðum, bleium og gömlu góðu diskaþurrkunum. 

 

Ás vinnustofa hóf starfsemi sína þann 22. október 1981. Í upphafi var Ás til húsa í Lækjarási við Stjörnugróf í 150 fermetrum. Vinnustofan hefur starfað á nokkrum stöðum í gegnum árin en í október 2016 komst hún í ný og glæsileg húsakynni í Ögurhvarfi 6, Kópavogi. 

 

Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður halla@styrktarfelag.is

Guðný Sigurjónsdóttir, yfirþroskaþjálfi gudny@styrktarfelag.is

Nína Edda Skúladóttir, yfirþroskaþjálfi nina@styrktarfelag.is

Valdís J. Erlendsdóttir, yfirþroskaþjálfi valdis@styrktarfelag.is

 

Ás vinnustofa er opin alla virka daga frá kl. 8.30 - 16.30.


Ás vinnustofa: Ögurhvarf 6

Kt. 461081-0109

Sími: 414 0500

asvin@styrktarfelag.is

 

IMG 8165

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.