Ás vinnustofa

Starfsemi - Ath. erum flutt í Ögurhvarf 6, Kópavogi

Ás vinnustofa hóf starfsemi sína þann 22. október 1981. Í upphafi var Ás til húsa í Lækjarási við Stjörnugróf í 150 fermetrum. Þá störfuðu þar 12 manns með fötlun í heilum stöðum.
Vinnustofan hefur starfað á nokkrum stöðum í gegnum árin en í október 2016 komst hún í ný og glæsileg húsakynni í Ögurhvarfi 6, Kópavogi. Stöður í Vinnu og virkni fyrir fólk með fötlun eru 32 og starfa í þeim að jafnaði um 50 starfsmenn. 

 

Í Ási er lögð áhersla á að skapa fötluðu fólki með skerta starfsgetu vinnuaðstöðu sem sniðin er að þörfum þess og getu.
Áhersla er lögð á að efla sjálfsöryggi einstaklingsins og starfshæfni með það að markmiði að starfa á almennum vinnumarkaði.
Í Ási vinnustofu er starfrækt saumastofa þar sem framleiddar eru ýmsar gerðir heimilisklúta, ásamt hárklæðum, handklæðum, bleium og gömlu góðu diskaþurrkunum. 

Þá eru unnin margs konar pökkunarverkefni fyrir fyrirtæki t.d. plöstun, vörumerkingar og fleira.

 

Ás vinnustofa er opin alla virka daga frá kl. 8.30 - 16.30.
Ás vinnustofa - Ögurhvarf 6 - 203 Kópavogur - Kt. 461081-0109 - S. 414 0500

Netfang: asvin@styrktarfelag.is

 

Bækling um starfsemi Áss vinnustofu má nálgast hér.

Kópavogabraut Vef Lit 2680 587124630

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.