Lyngás

Starfið á Lyngási

Lyngás er staðsettur í Safamýri 5. Lyngás er fyrsti dagþjónustustaður Áss styrktarfélags og var opnaður árið 1961.  Í Lyngási er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu með fjölbreytt viðfangsefni og þroskaþjálfun að leiðarljósi.

Starfsemin tekur til tveggja aldurshópa. Annars vegar börn á leikskólaaldri 0-6 ára og hins vegar aldurshópinn 20-30 ára.

0-6 ára: Þar er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu og snemmtæka íhlutun í samstarfi við ýmsa fagaðila. Markmiðið er að börnin útskrifist í leikskóla í sínu heimahverfi.

20-30 ára: Áherslan er á vinnu og virkni, vettvangsferðir, líkamsþjálfun, sund, félagsstarf og margt fleira.

Opnunartími er 8:00-16:30 alla virka daga.

Sími: 553 8228

 

Valgerður Unnarsdóttir forstöðumaður - valgerdur@styrktarfelag.is

Hrefna Þórarinsdóttir yfirþroskaþjálfi - hrefna@styrktarfelag.is

 

Bækling um starfsemi Lyngáss má nálgast hér.

 

 Small Umraeduhopur3 15614841

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.