Til sölu

Á vinnustöðum félagsins er hægt að kaupa vörur sem eru framleiddar þar.

 

Í Ási vinnustofu er saumastofa sem framleiðir klúta (tuskur) af ýmsum stærðum og gerðum, diskaþurrkur, handklæði, hárklæði og þvottapoka, svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að koma í Ás vinnustofu, Ögurhvarfi 6 og kaupa þessar vörur milli kl. 9 - 16 alla virka daga.

Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu Áss vinnustofu.

 

Gróðurhús Bjarkaráss, Stjörnugróf 9 er opið frá mars og fram í október ár hvert. Þar fer fram lífræn ræktun grænmetis og kryddjurta samkvæmt stöðlum frá Vottunarstofunni Túni. Fyrsta uppskera kemur í lok maí og eykst úrvalið eftir því sem líður á sumarið. Hægt er að koma í gróðurhúsið og kaupa grænmeti kl. 9 - 16 yfir sumartímann.

Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu gróðurhússins.

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu.